Það er mikið sem að nú liggur á mínu hjarta sem að ég verð að koma frá mér!

Það fyrsta er að eftir viðtalið sem tekið var við mig hjá Stöð 2 um daginn er ég búin að reka mig ansi mikið á að það sem að ég lét út úr mér var mjög vitlaust og biðst ég afsökunar á því. Ég hefði betur átt að leita mér enn frekar upplýsinga heldur en ég gerði. Ég er fljótfær á mér og verð að fara að læra af mínum eigin mistökum og afla mér nánari upplýsinga um það sem að ég ætla mér að tjá mig með í framtíðinni.  Ég vona að sömu mistök endurtaki sig aldrei aftur.

Svo er það næsta sem að mér þykir ansi brýnt að koma til skila til allra sem að þetta lesa og helst enn fleiri og það er umferðaöryggi barna. Ég eins og þið eflaust sjáið og hafið lesið hér um áður á þrjú börn á aldrinum 4-13 ára. Miðju barnið mitt sem er 8 ára gamall gutti gerði það sem að ég hef haldið að ég hafi verið dugleg á að minna hann á um daginn og það er að hlaupa ekki eða labba yfir vesturlandsveginn bara til að þykjast vera eitthvað töff. Eftir þetta eða rúmum 1/2 mánuði seinna gerir mun  yngri strákur þetta og verður næstum því fyrir sendiferðabíl. Hér fyrir ofan hverfið er 70 kílómetra hámarkshraði en því miður virða það allt of fáir. Fundur var haldinn í félagsheimilinu hér á Kjalarnesinu í sambandi við þetta og viljum við allir sem að hér búa að eitthvað verði gert eins og t.d. sett hraðahindrun eða hringtorg eða göng fyrir krakkana sem þurfa eitthvað að komast yfir vegin. Það hafa orðið banaslys á þessum stað fyrir einhverjum árum síðan. Ég bara spyr, þurfa fleiri slys að verða áður en eitthvað verður gert? Í gær heyrði ég líka að unglingar hafa átt það til eftir að dimma tekur að fara upp að veginum og annað hvort að leggjast eða að standa bara til að vera töff. Það er ekkert töff að láta keyra á sig, það er ekkert töff að vera drepinn. Ég skil ekki svona en börn eru börn og eru áhrifagjörn og vilja vera flott eða töff á því í augum hinna. Þau hlusta jú kannski sum á foreldrana en því miður ekki öll börn. Það er auðvitað algjörlega okkar foreldrana að blína þetta fyrir þeim en ekki öll börn hlusta á okkur bara hina krakkana sem eru kannski í þeirra augum töff og vinsæl.

En annar fundur verður haldinn í Fólkvangi á fimmtudaginn kl. 20 og vonandi koma einhverjir ráðamenn á hann og hlusta á okkur. Svo verða gerðar aðgerðir á föstudaginn út frá fundinum en því miður get ég ekki verið með í þeim aðgerðum vegna þess að við erum á leið á ættarmót fyrir norðan.

En svo er enn annað. Á morgun mun ég mæta í viðtal hjá Vikunni en hafa þau verið eitthvað verið að fylgjast með blogginu hjá mér og hafa séð að eitthvað málefnalegt er að koma frá mér. Þau eru að sýna baráttu minni um að komast á Tysabry áhuga og eins fá sögu mína frá greiningu og til tímas núna. Ég viðurkenni það hér með að ég er drullu smeyk eftir viðtalið hjá stöð 2 en núna hef ég gögn með mér og allt sem að ég þarf í sambandi við aukaverkanir og verðið og svona. Takk fyrir ábendinguna Sigurbjörg hjá Ms félaginu.

En hér ætla ég að láta staðar numið og fara að slappa af með eiginmanninum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband