Tveir erfiðir dagr vonandi á enda sem fyrst!

Ég er andlega og líkamlega búin á því eftir tvo erfiða daga í vinnu og heima. Ég er búin að vera að hjálpa Baldri í vinnunni sem er mjög erfið fyrir mig og svo er ég búin að vera að rembast við að klára kartöflugarðinn og þrífa heima. Ég verð að fara að læra að slaka meira á hmmmm.

En nú er ég á leið heim að grilla og svona og kannski fá mér einn eða fleiri bjóra og hafa það gott. Svo á morgun fer ég að sjá einhverja bíómynd sem að hann Alexander minn leikur í og hlakka ég mikið til að sjá hana. Hann ætlar að verða leikari þegar hann verður stór segir hann og aldrei að vita nema að það verði. Ekki leiðinlegt að eiga frægan son af því að hann ætlar að verða leikari í Hollywood. 

En já ég ætla að fara að drífa mig heim að slappa vel af skal ég ykkur segja. Bað, bjór og svo potturinn, getur það nokkuð verið betra? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband