2.6.2009 | 19:53
Frábær árangur hjá stráknum ;o)
Eins og ég var búin að tala um þá fórum við fjölskyldan til Akureyrar af því að Alexander átti að keppa í motocrossi. Eftir rosalega baráttu og þrælskemmtilegt moto þá kom hann í mark 7 þ.e. í seinna motoinu. Í fyrsta lenti hann í 9 eftir að hafa verið keyrður niður tvisvar og hann stóð bara upp og hélt áfram og vann sig upp í 9 sæti. Þ.a.l. endaði hann í 8 sæti yfir allt en í 5 sæti í tví gengis hjólum. Skráðir voru 16 keppendur í 85cc þannig að árangurinn var framar öllum vonum.
Það var bara synd að hafa ekki getað tekið neinar myndir af kappanum þar sem að við náðum að eyðileggja myndavélina óvart. Hún hefur fengið eitthvað högg á sig svo að linsan fer ekki út
En svo voru tvíburarnir skírðir um helgina og fengu þeir fallegu nöfnin Mikael Örn og Marinó Örn. Þeir eru alveg gull fallegir og alveg pínu pons litlir. Algjör krútt Við munum nú sjá þá fljótlega aftur af því að ferðinni er heitið til Akureyrar eftir 1/2 mánuð á ættarmót og þá á ég nú von á því að getað stoppað aðeins lengur eða það vona ég. Við erum alveg út keyrð eftir þessa ferð enda vorum við vöknuð á hverjum morgni kl, 7 Núna ætlum við að reyna að fara snemma að sofa svo að við verðum nógu hress á morgun til að setja niður öll reynitrén sem að tengdó gaf okkur og sömuleiðis kartöflurnar.Það er alltaf nóg að gera þegar maður hefur svona risa stóran garð. En nú ætla ég að láta þetta duga af því að ég er allt of þreytt til að pikka lengur.
Góða nótt og vonandi sofa allir vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.