29.5.2009 | 09:41
Og svo aftur ;o)
Þá erum við á leið norður aftur, Strákurinn keppir á sunnudaginn og spennan er í hámarki. Það er bara eitt sem er alls ekki gott og það er að hann er að drepast í bakinu. Ég er viss um að um er að ræða vaxtaverki sem er ekki ólíklegt þar sem að hann er að stækka mjög hratt eða að hann hefur eitthvað tognað á æfingu sko fótbolta æfingu. En ég mun vera dugleg að bera á hann og nudda vel fyrir keppnina.
Ég var svo þreytt í gær að ég varð þvoglumælt og grút máttlaus. Ég hélt að ég væri að fá enn eitt kastið en þegar ég vaknaði þá var ég orðin nokkuð fín sem betur fer. Ég nenni ekki fleiri köstum. nú er komið nóg og ég vil bara góða pásu núna.
En á morgun á að skýra litlu englastrákana hans Elvars og vonandi verðum við komin til að vera viðstödd. Ég get ekki beðið með að sjá litlu krílin. Ég er svo ánægð fyrir þeirra hönd að þau skulu fá tvo litla stráka loksins. Bara enn og aftur innilega til hamingju með strákana elsku Elvar og Inga og bræðurna Amanda og Eva.
En jæja ég ætla nú að að fara að vinna smá svo að við getum lagt fyrr af stað.
Góða langa helgi allir og hafið það sem allra best. Og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.