Kast eða hvað!

Ég var úti að taka grasið til að stækka kartöflu garðinn og ég er grútmáttlaus eftir það. Mér líður eins og fæturnir séu að detta af mér og hendurnar líka. Ég er bara gjörsamlega að ganga frá mér dauðri. Ég held að ég fái Baldur og strákana til að gera þetta fyrir mig. Annars er litla skottan ansi dugleg að hjálpa til og þá aðallega í að týna orma. Allir litlu ormarnir heita Helena og eru góðir en stóru ormarnir heita Strákar og þeir bíta segir húnLoL

Það vantar ekki hugmyndaflugið hjá henni. En dugleg er hún nú samt sérstaklega ef að grasflöturinn er ekki of stór. Ég vildi bara óska að ég hefði nógu góða heilsu til að vera með í þessu allan tíman. En svona er þetta bara, maður getur ekki allt en maður getur samt eitthvað.

Nú fer að líða að fyrstu keppni ársins í motocross og er hann Alexander voða spenntur. Sjálf hlakka ég voða mikið til að sjá hvernig hann mun standa sig og ég efa það ekki að hann mun standa sig mjög vel. Það er Kawasaki æfing á eftir í Álfsnesi en hjólið er eitthvað bilað en hann Baldur er að reyna að laga það svo að við mætum aðeins of seint. Það á ekki að skaða neitt en ég er samt búin að láta Óla vita svo að við erum ekkert stressuð. 

Ég get varla beðið eftir að sjá litlu tvíbura englana um helgina. Ég veit ekki hvort að þeir verði enn á spítalanum en það kemur í ljós þegar við komum norður. Það er pínu skrítið að vita til þess að það séu tvíburar í fjölskyldunni en mér finnst það rosalega gaman.Og það skemmtilegasta við það er að þau Elvar og Inga skulu fá tvo stráka eftir að þrá alla vega einn. Þau eiga nú tvær prinsessur svo að það er gaman að eiga líka tvo prinsaSmile Ég bara hálf öfunda þau en samt ekki af því að ég er hætt barneignum og nú er kominn tími fyrir mig að huga að heilsunni hjá mér og Helenu. Annars er hún Helena búin að vera mjög hress þannig að ég er mjög vongóð um að hún sé að ná sér að fullu. Enda er hún  búin að vera mjög dugleg og algjör hetja í gegnum öll veikindin. Hún kvartar nánast aldrei ef að hún er eitthvað veik nema þegar hún fær í eyrun enda er það alveg hrikalega sárt. Svo þegar hún meiðir sig eitthvað þá vill hún auðvitað fá prinsessu plástur sem að ég á auðvitað handa henni.

En jæja ég ætla núna að reyna að standa upp og fara út en ég verð að reyna að slaka vel á svo að ég fái nú ekki enn eitt kastið. Ég verð samt að segja frá því að hann Benjamín vinur hans Andra spurði mig þegar ég sótti Helenu hvort að ég væri með ms og hvort að ég hafi verið í sjónvarpinu og ég svarði honum auðvitað já og þá spurði hann mig hvort að ég fengi oft kast og ég svaraði bara stundum. Mér fannst það alveg nóg, ég vildi nú ekki fara að lýsa mínum veikindum fyrir 8 ára gömlu barni. Þau skilja þetta ekkert frekar en ég sjálf. Mér fannst þetta svolítið erfitt en ég má ekki fela þetta fyrir neinum. Ms er minn fylgifiskur og ég verð að lifa með því.

En jæja nú kveð ég í dag alla vega, það er aldrei að vita nema að ég skrifa eitthvað meira á morgun. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband