25.5.2009 | 10:07
Góð helgi á enda komin
Það var svo sannarlega gaman fyrir norðan um helgina. Baldur og Alexander hjóluðu svo mikið að hendurnar á þeim er ein blaðra. Úfff það getur ekki verið þægilegt. Ég, Andri og Helena vorum bara heima á meðan að hjálpa tengdó eitthvað og nutum góða veðursins til hins ýtrasta, enda komin með smá lit í andlitið. En Helena varð 4 ára í gær og eyddum við afmælisdeginum í bílferð suður. Kannski ekki besti afmælisdagurinn en hún fékk svo smá pakka þegar við komum heim og fórum við að föndra með perlunum sem að hún fékk. Hún bjó til fallegt hálsmen handa sér og Andri líka.
Við erum búin að vera svo þreytt eftir ferðina að það er ekki hægt að lýsa því með orðum. Við vorum sofnuð fyrir kl. 12 í gærkvöldi sem er að vísu mjög seint en við erum svo vön að fara að sofa frekar seint þannig að þetta var snemma hjá okkur.
Ég er búin að vera mjög slæm af höfuðverk frá því fyrir helgi og sem betur fer er ég búin að fá mígreni lyf við því en þau mættu samt alveg virka betur. En ég lifu-i enn svo að þetta var ekki of slæmt.
En ég hef smá fréttir að færa. Hann Elvar bróðir Baldurs var að verða frá því að vera tveggja barna faðir í að verða 4 barna faðir á fimmtudaginn. Þetta var þannig að Inga átti ekki að eiga fyrr en 20 júní skildist mér en hún missti vatnið kl. 4 eða 5 um nóttina og var flutt með sjúkra flugi suður út af því að þetta voru fyrirburar. En viti menn hún fékk tvo litla stráklinga, tvo engla þannig að nú er fjölskyldan ekki lengur 4 manna heldur 6 manna. Við gáum engan vegin séð þá af því að við komum það seint suður og þau verða útskrifuð í dag og fara þá norður og strákarnir fara inn á sjúkrahúsið á Akureyri. En við fáum að sjá þá um næstu helgi þegar við komum norður aftur.
Ég á svo erfitt með að sitja í bílnum lengi að það er ótrúlegt. Ég verð svo pirruð í fótunum og svo kvalin eitthvað og svo er pirringurinn komin í hendurnar líka. Þetta getur verið svo sárt stundum eins og þegar við vorum á leið norður að ég fann meira að segja til í mjöðmunum. Ég átti bara erfitt með að ganga, ég haltraði eins og ég veit ekki hvað. Mér líður stundum eins og gamalli konu þegar ég fæ þessa hel..... verki. En ég verð bara að læra að lifa með þessu víst að það er ekkert hægt að gera fyrir mig nema að dæla í mig fullt af pillum og rugli. Ég hata að taka inn svona mikið að lyfjum.
En jæja ég ætla að reyna að fara að gera eitthvað annað en að hanga í tölvunni enda fær maður bara í bakið á að hanga mikið í henni.
Góð síða fyrir Ms sjúklinga og aðstandendur. Það eru heilmiklar upplýsingar að finna hér www.msviewsandnews.org
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.