20.5.2009 | 14:48
Loksins förum við norður
Jæja þá er komið að því að bruna norður á Akureyri. Þar munum við hjóla alla daga með krökkunum og hafa rosalega gaman og gott. Tengdamamma ætlar svo að hafa matarboð í tilefni afmælis hennar Helenu en hún verður jú 4 ára á sunnudaginn. Við ætlum að reyna okkar besta að hitta sem flesta en við verðum bara fram á sunnudag svo að maður kemst kannski ekki alveg yfir þetta allt. Það er svo mikið að fólki sem að við þurfum að heimsækja en við förum aftur norður eftir viku svo að við ættum að komast yfir eitthvað af þessu vonandi.
En loksins mun viðtalið koma í Íslandi í dag í kvöld. Ég fékk mail frá honum Sindra um að þetta myndi vera sýnt í kvöld og ég verð bara að taka hann á orðinu og vona að það sé rétt. Vonandi kem ég líka vel út.
En þetta verður bara stutt og laggott í dag og ég kveð alla vega í bili.
Athugasemdir
Það er svo sannarlega óskandi að þessi mál MS sjúklingi verði endurskoðuð og að einhver réttlát endurskoðun á hverjir eiga að fá Tysabri lyfið fari fram.
Magnea Henný Pétursdóttir, 20.5.2009 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.