19.5.2009 | 10:45
Ekkert í gær, kannski í kvöld!
Eurovisionið átti víst alla athyglina í gær sem er alveg allt í lagi þar sem að hún var svo innilega landi og þjóð til mikilla sóma. Hún Jóhanna Guðrún gerði okkur öll stolt af því að vera íslendingar á ný, eða alla vega mig. Að svona ung stelpa að vera svona dugleg að koma sér á framfæri og gera alla stolta á þessum erfiðu tímum má vera stolt.
En ég veit ekki alveg hvenær á að sýna þetta, kannski í kvöld eða kannski ekki neitt En það verður bara að koma í ljós eins og allt annað.
En við erum loksins að fara norður, já ég segi loksins enda ekki búin að koma norður í rúmt ár sem er bara til skammar þar sem að við eigum æði fjölskyldu þar. Hann Alexander er að fara á æfingar með hjá honum Aroni Ómars og vonandi mun honum ganga rosalega vel enda bara rúm vika í fyrstu keppnina. Hann er í prófi núna og vonandi ( krossa putta ) er honum að ganga sem allra best en þetta er próf í Snorra sögu og honum finnst hún alver drep leiðinleg En hann var duglegur að lesa hana í gær og ég held að alla vega eitthvað hafi náð að sogast inn hjá honum blessuðum. Hann er búinn að taka sig alveg rosalega mikið á í vetur svo að ég er bara sátt við það miða við hversu erfitt þetta er búið að vera fyrir hann og mikið er á hann lagt því miður.
En ég er heima í dag til að ganga frá húsinu þannig að það verði gott að koma heim aftur og svo er ég að þvo alveg á fullu til að eiga allt hreint og fínt á okkur öll. Ég hlakka bara til að hitta allt fólkið okkar aftur á þeirra heimavelli. Ég hlakka bara ekki til keyrslunnar þar sem að líkaminn á mér er bara ekki góður og ég á erfitt með að sitja kyrr í langan tíma. En ég tek öll lyfin sem að ég þarf með þannig að ég ætti alveg að lifa þetta af eins og alltaf.
Mitt mottó er, Ég skal, ég vil, ég get.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.