18.5.2009 | 18:19
Stundin alveg að renna upp
þá fer að líða að því að ég sjáist á skjánum. Ég vona svo innilega að allt komi sem best út og að stjórnmála menn komi skilaboðunum sem ég er að reyna að koma frá mér fyrir alla ms sjúklinga inn í hausinn á sér. Það hlýtur að kosta meira að hafa okkur veik og kannski mörg hver illa farin í hjólastól en að hafa okkur heil. Ég neita að trúa öðru og vona að þið öll sem þetta lesið gerið það líka.
En eftir afmælisveisluna sem að við vorum með fyrir litlu englastelpuna okkar í gær í góða veðrinu sem fór úr 19 stiga hita niður í svona 16, 17 stiga hita og smá gjólu varð ég algjörlega örmagna úr þreytu og sofnaði um 10 leitið fyrr framan sjónvarpið. Helena sofnaði um kl. rétt rúmlega 8 sem er mjög gott og var því ekki erfitt að vekja hana í morgun. Ég fór svo í bæinn eftir að hafa farið með stelpuna á leikskólann að þreif bílinn og svona og hjálpa Baldri aðeins með að fara og ná í vörur fyrir fyrirtækið og svona. Ég fékk svo sms um að ég ætti að mæta til hans Alberts Páls kl. 14;30 en ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti að hitta hann í dag. En ég fór svo að hitta hann og endaði með 4 lyfseðla í veskinu mínu með mér heim. Ég held að þetta sé orðið aðeins of mikið af lyfjum sem er verið að dæla í eina manneskju. En alla vega þá ætla ég að bíða með það að leysa þá út þangað til að lífið krefjist þess gjörsamlega.
En já litla englastelpan okkar er að verða 4 ára, það eru heil 4 ár síðan hún var í maganum á mér. En hún á afmæli 24 mai en það sem að við erum að fara norður á Akureyri um næstu helgi að þjálfa hann Alexander héldum við upp á það í gær fyrir fólkið hér fyrir sunnan. Eins og ég sagði áður þá lék veðrið alveg við okkur þangað til kl. svona 4;30-5;00 en þá fór að draga ský fyrir sólu og að hvessa smá. Eins og í dag þá er búin að vera alveg blíða þar til seinni partinn þá er komið bara leiðinda rok. Það er sko alls ekki nóg að hafa hlítt heldur þarf að vera mjög lítill vinur svo að hægt sé að njóta þess eitthvað ráði.
En ég ætla sko ekki að láta þetta rok skemma fyrir mér sjónvarps athyglina í kvöld, ég ætla bara að hafa eitthvað gott snarl handa fjölskyldunni og horfa svo á fréttirnar og svo Ísland í dag og svo á American Idol.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.