13.5.2009 | 13:20
Ísland í dag á mánudag
Jæja þá er maður bara að verða smá sjónvarpstjarna. Í morgun kom hann Sindri sem er í Ísland í dag og tók við mig smá viðtal vegna þess að ég fæ alltaf neitun um að komast á Tysabri. Viðtalið gekk vonum framar og vonandi mun það koma vel út. Ég var pínu stressuð en ég komst í gegnum þetta lifandi hehehe. Rætt verður líka við hann Ögmund heilbrigðisráðherra og vonandi kemur eitthvað með viti frá honum.
Ég geri mér alveg grein fyrir því að lyfið er dýrt og kannski henti ekki öllum en ég er tilbúin að prófa það bara til að vita hvort að það henni mér. Ég veit að ég þarf að fara á eitthvað til að varna því að ég fái svona oft kast. Er ekki ódýrara að hafa okkur ms sjúklinga á einhverju lyfi til að við fáum ekki svona oft kast þannig að við þurfum hjálp með nánast allt. Ef að ég er í kasti þarf Baldur yfirleitt að taka sér frí frá vinnu til að hjálpa mér. Það er tekjutap fyrir okkur og tekjutap fyrir ríkið líka af því að ég þarf þá oftast sterameðferð í marga daga og sterar eru ekki ódýrar er ég nokkuð viss um. Ég er tilbúin að berjast fyrir réttlætinu. Ms sjúklingar þurfa að komst á þetta lyf og ég er kannski ekki með neinn kostanað á að vera á lyfinu og ekki hekki heldur hvað það kostar ríkið að hafa okkur án þess en ég er nokkuð viss um að það er ódýrara að hafa okkur á lyfinu. Ég veit að þetta lyf læknar ekki og hentar kannski ekki öllum en ég vil fá það samt bara til að fá alla vega að prófa og sjá hvort að það henti mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.