4.5.2009 | 15:19
Enn að leita mér upplýsinga
Ég er búin að fá lausreiknaðar upplýsingar hvað það kostar ríkið að hafa okkur ms sjúklinga á Tysabi en nú vanta mér upplýsingar hvað það kostar ríkið að hafa okkur án þess. Þetta er hörku vinna að leita að þessu. Maður er hringjandi út um allt og leitandi á netinu en ég finn hvergi svar. Ég er að gera þetta eitthvað vitlaust held ég. Ef að einhver sem þetta les getur hjálpað mér með þetta þá er sú hjálp vel þegin.
En við fórum með strákana í Motomos í gær og skemmtu þeir sér alveg rosalega vel. En rétt áður en við förum heim dettur Andri illa og líklegast er hann rifbeinsbrotin greyið litli strákurinn minn. Hann er mjög bólginn og marinn en ég hef ekki látið mynda hann vegna þess að það er ekkert gert við rifbeinsbroti. Við verðum bara að láta hann fara extra varlega og svona og svo ætlar skólahjúkrunarfræðingur að líta á hann á morgun. En hann er voðaglaður yfir því að það er komin mynd af honum inn á www.motomos.is . Honum finnst það svo skemmtilegt þegar hann sér myndir af sér á netinu.
Ég er bara að hanga núna uppi í vinnu að bíða eftir að Baldur sé búinn svo að við getum drifið okkur heim en strákarnir eru læstir úti svo að þeir fengu að bíða heima hjá Aroni vin strákanna
En mikið rosalega hafa barnaföt hækkað í verði. Ég fór að versla á hana Helenu af því að hún er búin að vaxa upp úr öllum fötum og vá hvað ég var sjokkeruð að sjá verðið á þeim. Ég verslaði fyrir 36,000 kr og ég fékk nú ekkert rosalega margar flíkur fyrir þann pening en nóg þar til að hún á afmæli sem styttist óðum í. Hún verður 4 ára þann 24 þessa mánaðar eða eftir 20 daga. Vá mér finnst eins og að hún hafi fæðst í gær. Tíminn líður allt of hratt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.