Ég vil fá lyfið og það eru mín mannréttindi

Já ég segi það aftur, það eru mín mannréttindi að fá lyfið ef að það getur hjálpað mér. Það eru margir í nákvæmlega sömu stöðu og ég þessa dagana Þ.e. að fá neitun um að komast á lyf sem getur svo eflaust hjálpað þeim. Ég er búin að bíða í rúm 3 ár eftir að komast á Tysabri eftir að hafa prófað öll önnur lyf sem í boði eru og ég bara einfaldlega þoli þau ekki. Ég verð annað hvort svo lasin á eftir eða með bólgur út um allan líkamann eftir sprauturnar.

Ég vil fá að sjá það á svart og hvítu hvort sé dýrara, að hafa okkur veik aftur of aftur og þurfa að fara á sterameðferðir eða inn á stofn eða hvort að það sé dýrara að gefa okkur þetta lyf. Ég hef ekki fengið að sjá neinar skýringar aðrar en að lyfið sé svo dýrt og bla bla bla. Comon það hlýtur að vera hægt að spara einhverstaðar annar staðar heldur en í þessu. Ég bara trúi ekki að allt sem ríkið er að gera og eyða peningunum okkar í sé mikilvægara. Þetta eru ekkert annað en mannréttinda brot að vera að meina svona mörgum ms sjúklingum að fá þetta lyf. Ég veit vel að það henti ekki öllum en við vitum ekki hverjum það hentar fyrr en viðkomandi hefur prófað það.

Ég er orðin lang þreytt á að geta ekki einu sinni sinnt húsverkum út af máttleysi og þreytu vegna þess að ég er ekki á neinu lyfi sem virkar. Ég verð reglulega að taka inn verjalyf vegna taugaverkja og ég þoli það ekki. Ég vil ekki vera svona bundin einhverjum pillum þegar það er önnur lausn til. 

Ég skora á stjórnvöld til að fara vel yfir þetta mál og fara að huga að því að það hlýtur að kosta minni pening að hafa okkur á lyfinu heldur en án þess.

 

Kv. Hulda Sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.