28.4.2009 | 09:50
Er ekki kominn tími á góðar fréttir? Jú það finnst mér!
Gleðilegt sumar allir
Trén eru farin að grænka og blómin farin að láta sjá sig og verðið farið að vera mikið betra og hlýrra, Þetta er æðislegt og getur varla verið betra.
Nú er Helena á leikskólanum og vonandi er gaman hjá henni þar. Í gær fórum við að hitta hann Dr. Ásgeir vin okkar og vildi Helena vera fín og heimtaði að fara í kjól og fá fínt í hárið bara fyrir hann. Auðvitað var það látið eftir henni. Nema hvað að þegar við hittum hann var hún mæld þ.e. hæðin á henni og viktuð og eyrun skoðuð eins og vanalega og allt í orden með allt og meira að segja var mikil gleði þegar hann sá að hún er farin að þyngjast Svo þegar hann vildi tala við mig um niðurstöðurnar úr blóðprufunni fór hjúkrunarkonan með Helenu fram að fá verðlaun. Blóðprufan var glæsileg. Járnið er búið að rjúka upp hjá henni og komið vel yfir viðmiðunarmörk og svo er ónæmiskerfið þ.e. IgG orðið 4,03 en í síðustu blóðprufu var það 3,80 sem er allt of lágt. Hún er enn lág en hún er á uppleið sem er frábært
Baldur lenti í smá slysi um páskana og er því draghaltur og mjög illa tognaður og það blæddi inn á vöðva og sinar. En vonandi fer það að lagast svo að hann fari nú að komast að hjóla aftur. Svo eftir áreksturinn á verkfærakassann hans er ég illa tognuð í tánni og ristinni. Það er svo fyndið við þetta að við erum bæðu-i hjónin draghölt á v/ fæti hahaha. Við erum eins og Skakkur og Lappur En maður verður að getað hlegið að þessu. Ef að maður hefði nú ekki hláturinn n eða húmor væri lífið hundleiðinlegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.