Gleðilega páska

Vá ný vinnuvika er að byrja á morgun og mér finnst hún svo nýbyrjuðWoundering En páskarnir eru búnir að vera mjög góðir hjá okkur þrátt fyrir að hafa ekki farið norður. En Alexander er búinn að vera á fullu alla páskana að vera í ströngum æfingum í motocrossi og Baldur þurfti að vinna á laugardaginn. En við stefnum að því að reyna að komast um miðjan mai norður og svo aftur í lok maí af því að við ætlum að láta Alexander taka æfingu í brautinni á Akureyri fyrir keppnina sem verður í lok maí. Svo að norðlendingar þið fáið að sjá helling af okkur í maí mánuði og á þessu ári í þokkabótWink

Heilsan hjá mér er búin að haldast nokkuð góð alla páskana og vonandi er þetta bara búið loksins í alla vega bili. Svo er Helena búin að vera mjög hress þrátt fyrir smá bakslag á laugardaginn en þá virtist hún vera að verða eitthvað lasin en sem betur fer reyndist það ekki vera rétt.  Ég var með páskaeggja leit í garðinum fyrir krakkana mína og 4 önnur börn og var það mjög gaman og heppnaðist framar öllum vonum. Krakkarnir voru svo spenntir að þegar ég opnaði út eftir að hafa talað aðeins við þau hlupu þau strax út og byrjuðu að hlaupa út og suður í garðinum að leita að eggjum. Útkoman varð á þessa leið.

Anton fann ekkert egg enda kom hann heilli mínútu of seint og krakkarnir gátu ekki beðiðErrm

Andri fann bara eitt og varð voða súr greyið Blush

Helena fann tvö með smá hjálp frá mömmu sinni en bara með eitt eggHalo

Alexander fann bara tvö en gat svo sem sætt sig við það á endanumGetLost

Agnes og Aron fundu fjögur hvortCool

Grímur bróðir þeirra fann svo heil 7 eggGrin

Vonandi get ég gert þetta á hverju ári hér eftir fyrir vini krakkana og auðvitað krakkana mína líka. Þetta var nefnilega voða gaman. Ég var reyndar búin að fela stóru eggin inni en faldi svo 20 minnstu eggin úti. Mér finnst algjör óþarfi að vera að kaupa fullt af stórum eggjum handa vinunum líka sérstaklega af því að þau eru alveg fokdýr í dag.

En ég ætla að halda áfram að ryksuga upp hundahárin í 3iðja skipti í dag og svo ætla ég að halda áfram að elda og svona. Og svo má ekki sleppa því að fara út í góða veðrið sem er hér á Kjalarnesinu í dag alla vega en það er glampandi sól og 9 stiga hiti. Það er bara komið sumar og allur snjór afþakkaður þangað til önnur ósk frá mér berst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband