Líðan er betri

Mér er farið að líða mikið betur heldur en undanfarna tvo mánuði en ég er samt ekki eins góð og ég var áður en kastið byrjaði. Sjónin er verri og ég er enn ringluð. Ég á að fara í 3 segulómunina á einu ári á miðvikudaginn og svo verður fundur með lækninum, hjúkrunarfræðing, taugasálfræðingnum og iðjuþjálfanum ásamt eiginmanni mínum í lok þessarar viku eða í þeirri næstu. Mér er farið að líða eins og ég sé dauðvona, fjölskyldu fundur og læti. En ég er tilbúin að gera allt til að fá lyfið og ég er búin að reyna nánast allt annað svo að ég sætti mig við svona vesen alla vega núna en ef að þetta þarf að vera eitthvað áframhaldandi þá veit ég ekki hvort að ég geti sætt mig við það.

Svo er farið að styttast í niðurstöðurnar úr blóðprufunni hjá Helenu. Ég er vongóð um að þær komi vel út. Hún er líka svo voðalega dugleg litla skottan mín. Hún fékk nýja eyrnalokka um helgina og var hún svo montin með þá að hún var í því að sýna öllum á leikskólanum hvað hún væri fín. Svo gaf hún Drífa fína sæta mákonu krúttið mitt Helenu voða sæt prjónað eyrnaband og varð Helena að sjálfsögðu að fara með það á leikskólann líka og sýna öllum. Það er svo fyndið hvað hún þarf alltaf af fara í kjól um leið og hún kemur heim. Hún er svo mikil prinsessa að stundum þarf maður að minna hana á að prinsessur ganga líka í buxum í dag alla vega. En ef að þið viljið gefa litlu dekurdósinni minni afmælisgjöf þá eru kjólar eða skokkar vel þegnir hint, hint Wink Svo er enn spurning hvort að við höldum afmælisveislu af því að kannski verðum við hjónin út í Póllandi í brúðkaupi Joyful

En ætli maður þurfi ekki að fara að elda ofan í gemlingana. Adios amigos.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband