Litla duglega hetjan mín

Ég er svo stolt af litlu skottunni minni núna að hún á svo sannarlega heiður skilin núna. Í morgun fór ég með hana í blóðprufuna o gekk hún svona glimrandi vel. Hún fékk fyrst deyfikrem sem að hún var með á sér í 1 klst og á meðan við biðum eftir að hún dofnaði fórum við upp á leikstofu til Sibbu og Gróu þar sem að hún fékk að mála. Eftir að hafa málað tvö falleg listaverk fórum við aftur niður í blóðrannsókn það sem að ekkert smá fær kona tók úr henni blóðið. Hún þurfti bara að stiga einu sinni og Helena fann ekki neitt heldur bara horfði á með athygli og   fannst þetta bara ekkert vont.

Já hún er hetja með meiru hún Helena mín. Það sem að hún er búin að ganga í gegnum á sinni stuttu ævi er meira en margir fullorðnir og í mínum augum mun hún alltaf vera litla hetjan mín.

En heilsan hjá mér verður bara betri og betri  svo að ég er bara mjög sátt. Við erum búin að vera að bíða eftir að fá granít borðplötuna okkar síðan fyrir jól og vonandi erum við að sjá fyrir endann á þeirri bið núna í dag eða á morgun. Við erum búin að fá loforð um að fá hana á morgun í allt of langan tíma svo að við sögðum í dag hingað og ekki lengra og við ætlum bara að sækja hana sjálf.Við vitum að hún er tilbúin en við þurfum bara að fá hana afhenta og það ætlum við að fá í dag.

En ég ætla að fara að reyna að gera eitthvað hér heima annað en að hanga í tölvunni sem er ekkert nema tíma þjófur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband