Smá update

Ég er bara orðin mjög góð ekki alveg 100% kannski en svona 97%Smile Ég hitti lækninn í gær og hann vill að ég fari aftur í segulómun til að ath hvort að blettunum hafi fjölgað núna eftir þetta kast og svo er hægt að " skoða  " það hvort að ég fái þetta tisapri ( held að það sé skrifað svona ) eða sko þetta nýja kraftaverka lyf sem er komið á markaðinn fyrir ms sjúklinga. Ég hef ekki lengur orkuna til að vera að ergja mig á þessu svo að ég ætla að reyna að hugsa sem minnst um þetta þó svo að það sé pínu erfitt.

En alla vega þá er ég að fara upp á spítala á morgun í enn eina rannsóknina og svo á fimmtudaginn fer ég með Helenu í blóðprufuna. Greyið litla skottan, henni finnst þetta alltaf jafn vont og verður alltaf jafn sár þegar verið er að stinga hanaCrying En þetta tekur ekki langan tíma svo að þetta verður búið áður en við vitum af og kannski fær hún verðlaun á eftirJoyful

Svo er ég að fara í sumarbústað með Bombunum mínum helgina 27-29 mars nk. Ég get ekki beðið, þetta á eftir að vera svo gaman. Annað kvöld fer ég í saumó og hitti þær þar eftir mánaða hlé vegna veikinda hjá mér. Þetta verður held ég bara mjög gott fyrir mig að komast svona í burtu yfir helgi.  Við ætlum að spila og hafa bara mjög gaman.

En ég hef ekki mikið meira að segja frá svo að ég læt þetta duga í bili.

Kv. Hulda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.