12.3.2009 | 11:10
Loksins smá bati hjá mér en ekki hjá litlu skottunni minni :o(
Jæja þá er batinn loksins að koma hjá mér eða allavega er ég mun betri í dag heldu en í gær. Á morgun eru komnar 3 vikur síðan ég byrjaði í kasti og er því löngu kominn tími á að fara að ná sér.
Ég er búin að vera alveg ótrúlega dugleg að hvíla mig. það er erfitt en ég er að reyna svo að það ætti að skipta einhverju máli. En svo er það hún Helena mín. Fréttirnar af henni eru alls ekki góðar. Hún fór í blóðprufu fyrir um 2 mánuðum síðan og fengum við niðurstöðuna á mánudaginn síðasta. Útkoman var mjög slæm. Hún er komin í hættumörk í öllum undirflokkum IgG eða sem sagt voru allar tölur merktar rauðar sem er mjög slæmt. Hún á því að fara aftur í blóðprufu 18 mars til að vera viss um að þetta hafi verið rétt. Svo er hún að falla aftur svona í járni þrátt fyrir að vera farin að borða mjög vel. Ég hef drullu áhyggjur af litlu skottunni minni og ekki hjálpar það batanum mínum en ég er að reyna að vera bjartsýn þó svo að það sé mjög erfitt. leikskólinn er að reyna að hjálpa okkur eftir bestu getu og erum við á fullu að reyna okkar best að koma ofan í hana eins járnríku fæði og hægt er. Hún lítur alls ekki illa út og er mjög hress í alla staði. Baugarnir eru farnir og hún er komin með hellings roða í kinnarnar sem er frábært. Einhverra hluta vegna er ég bara ekki að trúa þessari síðustu blóðprufu. Ég er ekki að trúa því að hún sé að falla aftur í bæði járni og í IgG undirflokkunum. Hún er reyndar búin að vera frekar oft lasin upp á síðkastið en hver er það ekki. Við erum öll búin að vera lasin á heimilinu enda flensu tíð í gangi á öllu landinu.
Nei hún er heilbrigð hún dóttir mín og er ekkert lasin lengur. Hún er búin að ná sér og því ætla ég að trúa. Annað hef ég ekki en trúna svo að ég ætla að halda í hana. Enda á hún svo góða verndarengla til að hjálpa sér og ég líka svo að við erum alveg save fyrir öllu.
Athugasemdir
Ég óska þér og þeirri litlu velfarnaðar Hulda mín.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.