Kast kast kast og aftur kast

Eitt er ég ekki að skilja og það er hversu oft ég er búin að fá kast á einu ári. Mér er búið að hraka allt of hratt em er að gera mig mjög hrædda verð ég að viðurkenna. Núna er ég búin að vera með sjóntruflanir og jafnvægisleysi í 2 vikur. Ég er búin að vera að sjá 4falt og svo 2falt og núna sé ég allt í lagi en jafnvægisleysið er alveg að fara með mig. Og ef að ég þarf að fókusa á eitthvað eitt þá tekur það frekar langan tíma miða við hvernig ég er svona þegar ég er ekki í kasti.Ég á að fara á stera og aftur í segulómun og svo mun ég hitta lækninn minn 16 feb. nk.  Svo á ég að fara í rannsóknir uppi á landspítala út að blöðrunni í mér og á viðbeininu og þetta á allt að gerast í þessum mánuði. Ég hata að vera sjúklingur og þetta tekur ekkert smá á. Það er allt of mikið að gera þó svo að margir halda að öryrkjar séu bara latt fólk sem nennir ekki að vinna þá myndi ég með glöðu geði vilja það mikið frekar.

En ég hélt upp á afmæli strákanna á mánudaginn var og þeir buðu öllum bekknum eða öllu heldur bekkjunum af því að Andri bauð bekknum sínum og Alexander þau bekknum sínum. Þvílíka geðveikin að halda þetta saman. Þetta voru rúmlega 40 argandi börn og ruslið sem að þau skildu eftir sig. Ég sem betur fer leigði félagsheimilið undir þetta og hefði ég haldið þetta heima væri allt okkar dót ónýtt.

En strákarnir voru ánægðir og það er það sem skiptir öllu. Um helgina eða nánar tiltekið á sunnudaginn ætlum við að bjóða bara mömmu, pabba, Bigga afa þeirra og langömmum í smá kaffi boð og hafa það bara extra rólegt af því að ég á jú að vera í hvíld sem að ég er búin  að vera að reyna núna í 2 vikur. Fyrir mig er það mjög erfitt af því að ég verð alltaf að vera að gera eitthvað en ég er að reyna og það er fyrir öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband