Loksins færsla

Ég er orðin allt of ódugleg að skrifa hér inn. En hér kemur eitthvað smá.

Ég hélt mitt fræga kreppupartý þann 7 feb og heppnaðist það framar öllum mínum vonum. Allir skemmtu sér rosalega vel og fóru síðustu gestirnir ekki fyrr en kl að verða 6 um morguninn. Það komu reyndar ekki allir en meiri hlutinn kom og var þetta bara fámennt og gott.

Annars er ekki mikið að frétta annað en a um næstu helgi verða strákarnir 13 og 8 ára og verður bekkjar afmæli í Kátakoti mánudaginn 2 mars. Svo verður fjölskyldu afmæli helgina á eftir.  Svo verður hún Snotra okkar 6 ára 1 mars. 

Um helgina vorum við að passa hana Bellu sætu tíkina hans hensa bróðir og Drífu mágkonu. Það gekk bara mjög vel en vá hvað það er erfitt að vera með svona stórann hund á heimilinu. Hún er ekkert smá þung og mössuð og hraustleg. Og mikið rosalega þótti henni nú gaman að fara út, það var bara mjög erfitt að fá hana inn aftur. Ég var í 45 mín að reyna að fá hana inn í morgun enda hlítur að hafa verið fyndið að sjá mig úti á náttfötunum að reyna að plata hana. En það tókst á endanum þannig að ég skreiðbara aftur upp í rúm til að ná að mér hita aftur.

Eftir rúmar tvær vikur munum við hitta hann Ásgeir aftur til að fá niðurstöðurnar úr blóðprufunni og vonandi verður hún útskrifuð þá enda er hún farin að borða mjög vel nánast alla daga og loksins farin að þyngjast aftur.

Sjálf mun ég hitta hann Albert Pál um miðjan mars og fæ þá að vita hvort að ég fái að komast á nýju lyfin eða ekki. Ég krossa fingur en er ekkert sérlega vongóð þrátt fyrir allt of mörg köst undanfarið ár. Í gær byrjuðu sjóntruflanir og ollu þær miklum svima og ólíðan. Ég er að byrja að jafna mig sem betur fer en þetta er mjög óþægileg reynsla að lenda í. 

En það sem átti að vera smá færsla varð frekar löng en ég ætla að stoppa hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.