Jæja þá kemur loksins smá færsla frá mér

Eftir tæpa viku fer ég í segulómun til að ath hvort að bólgum eða blettum á heila hafi aukist. Ég ef að ég á að vera alveg hreinskilin vona það og á ekki von á öðru þar sem að ég er komin í frekar slæmt kast eina ferðina enn. Það byrjaði að koma í gær með því að ég varð þvoglumælt og vaggaði eins og ég væri haugdrukkin. Það var pínu fyndið svona eftir á að líta en samt mjög óþægilegt af því að það voru nokkrir sem spurðu elsku manninn minn hvort að ég væri full. En svo slæm er ég nú ekki sem betur fer.

En þegar ég vaknaði í morgun var ég mjög slæm í v/ fæti og er því komin á hækjurnar eða alla vega eina. Ég er svo með saumaklúbb í kvöld og ég er búin að fresta honum tvisvar þannig að ég hef það ekki í mér að gera það eina ferðina enn. Þannig að ég er búin að vera að reyna að taka til og þrífa einhent og einfætt í  dag með migóðum árangri. En þetta hefst að lokum og svo ætlar Baldur að koma snemma heim að hjálpa mér að taka til.

Það væri munur ef að ég fengi þetta nýja lyf. Þá myndu köstin ekki koma svona ört og þá gæti ég kannski  orðið heilbrigð aftur það væri sko draumurJoyful En ríkið er að spara svo að þetta er víst of dýr draumur í þeirra augum.

Ég fer með Helenu í síðustu blóðprufuna á mánudaginn kl. 10.  Ég get ekki beðið eftir því að sjá andlitið á honum Ásgeiri þegar hann sér hana. Hún er byrjuð að þyngjast og braggast mjög vel og loksins orðin rjóð í kynnum og lítur svo heilbrigð út núna. Annað en hún var þegar hann sá hana síðast, hún var eins og draugur hún var svo föl greyið og eldrauð undir augunum. En nei ekki núnaGrin Litla englaskottið mitt er bara orðin svo heilbrigð og flott. Hún hefur varla orðið lasin í 4 eða 5 mánuði.

En ég verð orðin góð af kastinu áður en nokkur maður getur sagt Amen þ.e. ef að hann/hún er til í að segja það nokkuð hægt hehehe. En núna ætla ég að fara að reyna að gera eitthvað svo að ég verði alla vega búin með eitthvað áður en Baldur kemur heim. Ég kveð í bili og kem svo með einhverjar jákvæðar fréttir um leið og ég hef þær í höndunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband