Í sambandi við þetta nýja MS lyf

Ég fór til míns nýja læknis um daginn eftir að hafa farið í segulómun og blóðprufu af því að ég þurfti að gera það til að fá þetta nýja lyf. ok hann byrjar á því að segja mér að það er mikil aukning á blettum á heila frá því 2003 sem að var svosem ekkert skrítið eftir öll köstin sem að ég er búin að fá undanfarin ár. Nema hvað ég spyr hvort að ég fái þá ekki þetta nýja lyf en hann segir mér þá að það sé svo dýrt og eins og efnahagurinn er í dag þá þarf ég að fara aftur í segulómun í mars og svo er hægt að ath hvort að ég komist í forgang. Er verið að íða eftir að við MS sjúklingar verðum komin í hjólastól og verðum gjörsamlega ósjálfbjarga sem er enn dýrara fyrir ríkið til að komast á þetta blessaða lyf.

 Fyrst varð ég voða sár og grét, síðan varð ég ok með þetta og notaði Pollýönnu á þetta en núna er ég orðin öskuvond. Ég var beðin eða hvött til að fara með þetta í blöðin en ég er ekki tilbúin til að gera það þannig að ég læt mér duga að setja þetta hér inn þar sem að fáir nenna að lesa þetta frá mér hvorteð er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Æji ekki gott að heyra..En ég veit ekki hvort þetta breyti eitt hverju þá finnst mér þú ykt dugleg og ég stolt af þér.Þú hugsar um börnin þín og heimilið og átt bara mjög fallegt heimili allavega frá því að ég man eftir því...Þú vinnur þína vinnu og ert veik og með veika stelpu sem er vonandi að fara upp á við.Mætir á mót hjá strakunum og lætur ekkert stopa þig..Ef ég get eitt hvað gert fyrir þig þá ertu með mig hér,facebook og á msn ok sæta min

 Ég seigi að þú eigi að fara með þetta lengra þegar þú treisti þér til..

Erna Sif Gunnarsdóttir, 20.1.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Tak fyrir þetta, nei ég efast um að ég fari með þetta lengra. Ég var að deyja úr stressi í síðasta viðtali og það gerði mér ekki gott svo að ég afast um að ég fari með þetta lengra. En samt aldrei að segja aldrei.

Hulda Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.