21.12.2008 | 22:37
3 dagar í jólin!
Vá hvað tíminn gjörsamlega flýgur áfram. Ég sem ætlaði að vera fyrir löngu búin að öllu en nei það er ekki að ganga. Það sem að ég á eftir að gera er að kaupa eitthvað handa strákunum í jólagjöf en ég bara veit ekki hvað á að kaupa. Þeir eiga nánast allt. Já þeir eru litlar dekur dósir ég verð að viðurkenna það. Helena var ekkert mál. Ég fann voða sæta úlpu handa henni og Dóru dót í baðið og ég veit að húná eftir að verða voða sátt við það. Annars verða þetta fátæklegustu jólin okkar og ekkert að því. Við höfum bara gott af þessu held ég. Við verðum bara að vera skinsöm í sambandi við allar jólagjafir og vonandi skilja það allir. Ég held að svona sé þetta hjá nánast öllum nema kannski ríka fólkinu sem að kom kreppunni af stað. En maður er bara orðin vanur of góðu og við verðum bara að venja okkur af því aftur.
En ef að ég skrifa ekkert fyrir jólin þá vil ég bara óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Facebookið er alveg búin að ræna mér frá blogginu en ég reyni eins og ég get að kíkja hingað inn eins oft og ég get.
Athugasemdir
Gleðileg jól og vonandi allir hressir og fínir
Erna Sif Gunnarsdóttir, 26.12.2008 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.