14.12.2008 | 00:17
Styttist í jólin
Vá það eru ekki nema 9 dagar til jóla. Tíminn bara flýgur áfram án þess að maður taki eftir því. Alla vega þá fór ég að reyna að versla jólagjafir handa krökkunum í dag og fann ekkert handa strákunum en ég fann eina geggjaða úlpu á hana Helenu. En ég sver það að ekki get ég sagt það að ég hafi eitthvað gaman af að fara í búðir, ég er greinilega ekki sannur kvenmaður. Nei án gríns þá á ég voða erfitt með að fara í eins og t.d. Kringluna svona rétt fyrir jólin af því að þá er allt of mikið af fólki og voða þröngt að labba þar. Eins og ég sagði þetta er ekki fyrir mig. En við Baldur ætlum að reyna að fara eftir helgi að kaupa það sem eftir er og fara þá extra snemma svo að við lendum ekki í svona aungþveyti.
En á morgun ætlum við að fara með krökkunum að versla jólatré og fara svo heim að taka til og þrífa og kannski mála líka. Maður verður nú að gera hreint og fínt hjá sér svona fyrir jólin er það ekki Baldur er núna úti að borða með Brimborgar liðinu þannig að ég er bara ein heima með krakkana. Ég ætlaði að vera voða góð við þau og verslaði allt of mikið nammi sem að við höfðum svo enga list á hehehe. Jæja maður fitnar þá ekki á meðan
En lengra ætla ég ekki að hafa þetta. Ég ætla aðeins að kíkja á fésbókina og fara svo að lulla mér.
Athugasemdir
Hehehe,,,já timin flygur og jólin fara koma i garð :)
Gangi ykkur vel jólakoss frá okkur
Erna Sif Gunnarsdóttir, 15.12.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.