14.11.2008 | 15:32
Jæja kominn tími á smá blogg frá mér.
Ég er búin að vera heima nánast alla vikuna með litlu lasarusana mína + sjálfa mig en ég og Andri erum orðin góð en ekki Helena. Hún er enn með hita en ekki háan svo að ég tók hana með mér í blóðprufu í morgun og smá heimsókn til afa hennar. Hún er svo mikil afa stelpa að ég hef bara aldrei séð annað eins enda lætur hann allt eftir henni hahaha. Afi hennar og amma ætla að taka Helenu á morgun og vera með hana fram á sunnudag bara til að hvíla mig. Ég veit að henni á eftir að líða mjög vel hjá þeim og verður í góðu yfirlæti þar.
Enn er brjálað að gera í vinnunni sem er bara gott eins og ástandið er núna í þjóðfélaginu. Þetta á bara eftir að versna helling en við erum sterk þjóð sem kemst yfir þessa stóru hindrun leikandi.
Sko ég sagðist ætla að hætta allri svartsýni Það er erfitt en ég get þetta alveg. Spáið í því að það eru ekki nema 40 dagar til jóla. Vá ég þarf að fara að drífa í því að versla allar jólagjafirnar. Við ætlum að reyna að vera sparsöm í ár og gefa ekki of dýrar jólagjafir núna eins og við höfum alltaf gert. Þar sem að í ár giftum við okkur og svo fórum við í brúðkaupsferð til Flórída og svo kom kreppa þá er ekki mikill afgangur til að versla jólagjafir. En við náum alltaf að redda okkur með allt svo að ég ætla ekki að hleypa svartsýninni inn og ég ætla að njóta jólanna svona einu sinni enda á ég það skilið.
Núna er ég bara að bíða eftir símtali frá taugalækninum mínum til að fá að vita hvenær ég á að fara í segulómun og þegar það er búið kemst ég vonandi fremst á biðlistann um að komast í nýja lyfið fyrir ms. En ég ætla núna að forða mér frá tölvunni ig reyna að fara að gera eitthvað svo að ég kveð í bili,
Seeya
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.