10.11.2008 | 12:04
Ég er heima eina ferðina enn vegna veikinda.
Ég er eins og versti aumingi í dag. Ég varla ef þrek í að pikka á takkana á lyklaborðinu. Verkirnir eru frekar miklir í dag. Ég er mjög stirð í fótum og höndum þá aðallega fingrum. En ég redda mér og kemst yfir daginn eins og ekkert sé.
Baldur verður að sækja Helenu í dag af því ég er að fara að hitta nýja taugalækninn minn í dag. Ekki veit ég af hverju en ég kvíði því pínu. Ég veit að þetta verður ekkert mál en samt er ég kvíðin. Ég skil ekki svona rugl í mér. Þetta verður ekkert mál.
Þetta er stutt færsla eða sú stysta sem ég hef gert en ég verð að hætta vegna vekja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.