6.11.2008 | 15:12
Jæja ný færsla skal frá mér vera rituð í dag
Var þetta ekki nokkuð ljóðrænt ritað. En undan farnir dagar hafa gengið svona upp og ofan eins og svo sem gengur á flestum heimilum þessa mánuðina. Andri er ennþá lasinn en Helena sem fékk æluna fyrir 2 dögum síðan er orðin góð aftur og farin á leikskólann. Ég fór upp í skóla í dag til að fá heimanám handa Andra sem að ég er margbúin að reyna að fá með því að hringja eða með því að senda Alexander efrtir því. En ég er búin að fá þetta núna þannig að ég get látið Andra læra núna þegar hann fer að kvarta undan því að honum leiðist. Það er alls ekki gaman að vera svona lasinn og sérstaklega í svona langan tíma. Í dag er hann búinn að vera lasinn í 14 daga hvorki meira né minna.
Svo að mér, ég byrjaði að taka nýju lyfin sem að gigtarlæknin-rinn minn lét mig fá á þriðjudaginn og þegar ég tók fyrstu töfluna átti ég von á því að hún yrði alla vega í 2 klst. að virka og setist í sófann og gerði mig klára á aðhorfa á framhaldsmyndina á S2 og nei nei hún virkaði svo hratt að ég stein lá eftir um 30 mín. Ekki það að ég hafi misst af góðri mynd þar sem að þetta var ein sú versta B mynd sem að ég hef séð. Ég ætla að reyna að brjóta töfluna í tvent í kvöld áður en ég tek hana og taka þá bara 1/2 og ath hvort að það sé betra. En ég get alla vega stafest það að þetta lyf virkar vel á svefninn hjá mér og þá er tilgangnum ná.
En ég ætla ekki að skrifa meira í dag eða ég bara er ekki að nenna því. Í staðin ætla ég að fara að reyna að skúra aðeins yfir gólfið og gera fínt hjá mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.