Ónýt kona verður ónýtari ef að það er þá hægt!

Ég hitti gigtarlækninn aftur í dag til að fá niðurstöðurnar úr blóðprufunni og myndatökunni. Í ljós kom það sem að ég vildi alls ekki frekar en einhver annar, Ég er með bæði vefjagigt og slitgigtFrown Ég sem var svo viss um að ég væri safe frá fleiri veikindum. Ahh jæja ekkert við þessu að gera víst nema bara að reyna að gleypa fleiri pillur og kveljast. Ég verð bara að lifa með þessu og læra að sætta mig við þetta. Þetta er víst ættgengt þannig að þetta er ekkert mér að kenna neitt. Ég hringdi strax í pabba til að ath hvort að þetta kæmi frá honum sem að þetta gerir en ekki ætla ég neitt að fara að skammast í honum.Það er svo bara að leggjast á bæn um að krakkarnir fái þetta ekki, Guð einn forði þeim frá þessu helvíti.

Veðrið er ekki upp á marga fiska í dag upp á rokið að gera alla vega. Ég varð að keyra strákana á badminton æfingu vegna veðurs þannið að ég mun sækja Helenu snemma í dag svo að ég þurfi ekki að fara aftur út þegar ég næ í þá. Andri er aftur á móti enn heima lasinn en hann dettur niður í hita og ríkur upp aftur til skiptis og hann hefur ekki náð heilum degi hitalaus í 13 daga. Ég er að geggjast á þessu. Greyið strákurinn er farinn að biða um að fara í skólann bara til að komast aðeins út. En ég verð að halda honum heima svo að hann fari ekki að bera neitt með sér í skólann nema þá kannski skóatöskuna hehehe.

 En jæja ég ætla að fara að gera eitthvað af viti hér heima annað en að hanga í tölvunni. Ég reyni að skrifa eitthvað meira og á jákvæðari nótunum fljótlega þ.e. ef að ég verði ekki fokin út um veður og vindWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband