Jæja vælið hjálpaði ekki neitt svo að ég er hætt.

Ég er búin að sjá það að þetta væl í mér undanfarið er ekkert að hjálpa svo að ég nenni því ekki lengur. Ef að heilsan hjá mér er farin að bila svona mikið er það bara fyrir það að ég er að gera eitthvað ekki rétt. Ég verð að fara að taka mataræðið alveg í gegn og svo þarf ég að fara út meira að viðra mig. Ég þarf að fara að taka lífinu með meiri ró og hætta að æsa mig yfir öllu. Ég þarf líka að fara að hætta að hlusta á allar þessar neikvæðu fréttir sem eru bara endalausar  finnst mér þessa dagana. Ég ætla líka að fara að huga meira að mér. Ef að ég er ekki ánægð þá er það enginn annar sem að þarf að umgangast mig.

Jæja var þetta ekki flott yfirlýsing frá mér? Nú er bara að standa við hana. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta á eftir að vera mér erfitt en ég verð bara að reyna. Ég er að hugsa um að taka mér upp jákvæðnina í dag. Ég hef um ævina nefnilega verið ansi neikvæð típa og ég er svolítið sein að læra og sé ég nú í dag að þessu verð ég að breyta.

En svo kemur afsökunin. Ég er dáldið gjörn á að kenna mínum veikindum um hvernig ég er en það má ég ekki. En samt ég er kvalin alla daga og alla daga finn ég til annað hvort í höndunum eða í fótunum. Eins og á meðan ég skrifa þessa stuttu færslu er ég að drepast í bakinu og höndunum og þá aðallega í úrniliðunum. En þá á ég að standa upp frá tölvunni og reyna að labba þetta úr mér eða að setjast í sófann með púða við bakið og reyna að slappa aðeins af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Lyst vel á þetta hjá þer skvís,nú er það bara að standa sig vel i þessu

Knús og koss elskan

Erna Sif Gunnarsdóttir, 1.11.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband