21.10.2008 | 21:48
Smá færsla
Jæja er ekki komin tími á smá færslu. Baldur er komin heim efir 5 daga dvöl í Svíþjóð. Hann verslaði ekki neitt úti sem að ég átti alveg von á miða við hversu sænski gjaldmiðillinn er hár en hann kom með litla dúkku handa Helenu og tobleron handa strákunum og svo Bailis flösku handa mér
En eins og ég vissi þá var hann mjög þreyttur og svangur þegar hann kom og gaf ég honum æðislega góðan mat og svo fórum við snemma að sofa sem að við ælum okkur að gera öll kvöld í þessari viku enda bæði alveg uppgefin eitthvað. Ég fór svo með honum í vinnuna í gær og aftur í dag. Við vorum bara stutt í gær en í dag þurfti ég að hitta gigtarlækni sem ég var hjá í tæpa tvo klukkutíma enda skoðaði hann mig mjög vel. Hann sendi mig í myndatöku og blóðprufu og sagði mér að ég væri með greinilega vefjagigt og væri mjög slæm af henni það er ekkert skrítið að ég sé búin að vera svona kvalin í fingrunum og öllum liðum. En alla vega þá á ég að fara á eitthvað gigtarlyf sem á að slá á verkina og auka skammtinn af Lyrika í tvö hylki á kvöldin og eitt á morgnana.
Já þeir dæla bara í mann lyfjunum endalaust. En ég verð bara að reyna að láta þetta ekki hafa neikvæð áhrif á mig þó svo að ég sé að fara á enn eitt lyfið. Ég er reyndar hætt að taka svo mög alveg sjálf bara svo að ég verði nú ekki háð þessu drasli. Ég vil nú alls ekki verða einhver pillu fíkill eins og mér fannst ég vera farin að verða en ég hætti áður en þetta fór eitthvað illa og er bara mjög fegin að fólkið í kringum mig lét mig vita í tíma. Já það er gott að eiga góða að.
En ég ætla að skella mér í heitt bað núna og reyna að láta líða úr mér og fara svo bara snemma í rúmið að sofa. Góða nótt kæru lesendur og ég kem vonandi með einhverjar skemmtilegar fréttir fljótlega.
Athugasemdir
Guðrún Hauksdóttir, 27.10.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.