17.10.2008 | 13:42
Jæja smá færsla
Það er lítið að frétta af okkur núna. Baldur er enn í Svíþjóð og ég er bara heima með börnin af því að það er rándýrt að fara eitthvert í dag. Bensínið er fokdýrt og að fara í Bónus í dag er eins og að fara í Nátún fyrir ári síðan. Þetta er orðin algjör bilun hvernig allt er orðið í þjóðfélaginu í dag.
Ennnnn ég ætla ekki að gráta það núna alla vega. Strákarnir fengu miða fyrir 4 í bíó um daginn frá Spron og erum við að fara á eftir og ætlum við að sjá Lukku Láka. Andri er voða spenntur en Alexander er minna spenntur af því að myndin er sýnd á íslensku en hann vill sjá hana á ensku. Unglingar í dag segi ég nú bara. Ég verð að taka Helenu með af því að myndin er sýnd svo seint en það verður bara að hafa það.
Ég heyrði í Baldri í morgun og er nóg að gera í skólanum. En þetta er ekki bara puð heldur dekur og skemmtun líka. En þegar hann kemur heim örugglega mjög þreyttur ætla ég að gefa honum voða góðan íslenskan mat og vera voða góð við hann. hann ætlar svo að hringja aftur í kvöld og þá getur hann vonandi talað örlítið lengur við mig. Það er svo gott að heyra þó það sé ekki nema bara smá í honum á dag.
En lengra ætla ég ekki að hafa þetta þar sem að ég er að hlaða inn myndum inn á facebook þannig að það er nóg að gera. Ég er nefnilega líka að ganga frá þvotti og taka aðeins til á meðan myndirnar eru að hlaðast inn. Bless á meðan og knús til ykkar allra.
Athugasemdir
Góða skemmdun i bíó..
Erna Sif Gunnarsdóttir, 17.10.2008 kl. 17:39
OMG þetta var ein leiðinlegasta teiknimynd sem ég hef farið á í bíó. Ég sofnaði í bókstaflegri merkingu
Hulda Sigurðardóttir, 18.10.2008 kl. 08:48
hehe,,,
Erna Sif Gunnarsdóttir, 19.10.2008 kl. 11:14
knús í klessu sæta mín
Þórunn Eva , 20.10.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.