Komin miðvikudagur og bara 4 dagar þangað til að kallinn komi heim

Ég er ekki enn búin að fá varahlutina í hjólið hans Alexanders svo að mér þykir mjög ólíklegt að hann geti verið með á laugardaginnFrown En það kemur keppni eftir þessa og þá verður hann með með betra hjól.

Það er alveg ótrúlegt hvað ég finn lítið fyrir því að Baldur sé ekki heima. Ég var komin inn í rúm kl. 22:30 í gærkvöldi og ég las í svona 45 mín og sofnaði svo. Helena vakti mig svo í morgun 3 mín áður en klukkan átti að hringja þannig að við náðum að sofa ágætlega í nótt. En það var ekkert smá kalt úti í morgun og er enn. Frostið á rúðunni á bílnum voru svo freðnar að ég varð að láta bílinn ganga í smá stund áður en við lögðum af stað á leikskólann. Helena var með smá mótþróa áður en við fórum, tók smá ákveðni kast þannig að hún mætti grátbólgin í morgun á leikskólann af því að hún fékk ekki að ráða. Nei mamma var frekari í þetta skiptið og ég skammast mín ekkert fyrir að segja frá því. Ég ætla að kíkja í Rúmfatalagerinn í dag að kaupa sokka á mig og krakkana og vettlinga á strákana enda komin vetur og mikill kuldi í loftinu.

En ég ætla fyrst að reyna að taka aðeins til og þrífa svo að þetta verður ekki meira í dag. See you later alligator.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Bara gott hjá þér að vera ákveðin við hana  þau komst svo mikið upp með allt þessi börn þegar þau eru svona mikið lasin kannast alveg við þetta..

Skemmdu þér bara vel í búðarinnkaupum i dag :)

Erna Sif Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Knús á þig sæta mín ;)

Guðrún Hauksdóttir, 16.10.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband