Hvað er málið!

Bóndinn er farinn út á völl en hann er á leið til svíþjóðar á námskeið og ég þurfti endilega að vakna þegar hann fór og nú get ég ekki sofnað aftur. Ég er sem sagt búin að vera vakandi síðan kl. 5 í nótt. Úffff ég verðalveg dauð uppgefin í dag. Ohh jæja ég reyni þá bara að leggja mig þegar krakkarnir eru farnir í skólann og leikskólannSleeping

Það verður samt nóg að gera hjá mér í dag. Ég verð að fara með reiðhjólið hans Alexander í viðgerð en það er víst farin lega í því ( glænýtt hjól ). Og svo verð ég að fara að ath með varahlutina í krossarann og fara þá með þá á verkstæðið sem er að laga hann og vonandi verður það tilbúið á laugardaginn svo að hann geti verið með í keppninniErrm Hann er orðinn svo spenntur að fá að keppa greyið en ég er bara ekki nógu vongóð.

Við ætlum að borða hjá mömmu og pabba í kvöld af því að Alexander þarf hjálp með stærðfræðina og ég er engan vegin að skilja hana svo að ekki geri ég mikið gagn. Ég er meira inni í íslenskunni þó svo að það sjáist ekki alltaf hér heheheh. En ég er núna að vinna í því að setja inn myndir á facebookið mitt en það tekur allt of langan tíma finnst mér nema að þetta tengist eitthvað tengingunni þá skil ég þetta. Tengingin hjá okkur er mjög léleg og erum við búin að hringja mörgum sinnum í símann og kvarta en ekkert geristAngry

En ég ætla að reyna að setja inn fleiri myndir svo að ég kveð í bili elskurnar mínaKissingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Guðrún Hauksdóttir, 14.10.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.