Jæja þá er runnin af mér reiðin

Ég nenni ekki að eyða orku minni í að vera reið og er því hætt að vera reið út í fjölmiðla. Þeir gera nefnilega líka margt gott. En ég er búin að vera í næstum heila tvo daga inni á www.facebook.comað leita að vinum og fólki sem að ég þekki eða þekti frá barnæsku. Ég er búin að finna núna 71 manneskju sem að ég þekki mys vel. Þetta er ótrúlega gaman og fær mann til að bæta kynnin við gamla skólafélaga til dæmis. Svo er ég búin að finna helling af gömlum skólafélögum úr Foldaskóla og úr FB.

En á morgun fer Baldur til Svíþjóðar á námskeið en hann er að fara að læra á efnin sem að hann er að vinna með. Eini gallinn við að hann sé að fara út núna er sá að ég er í kasti sem reyndar er að koma til baka vonandi ég er alla vega búin að lagast þó nokkuð síðan á laugardaginn. Nei nei þetta reddast eins og allt annað er það ekki. En þar sem að ég er búin að fá 3 köst á einu ári hlít ég að færast ofar á biðlistann til að fá nýja ms lifið ég neita að trúa öðru.

Helena stendur sig alveg frábærlega í sambandi við að borða. Hún virðist alltaf vera svöng. Í gær t.d. borðaði hún tvær brauðsneiðar í morgunmat + kex og með mjólk ( við erum farin að leifa henni að fá svona 1/2 glas með mat ). Svo í hádegismat fékk hún heita samloku með osti og svo í kvöldmat fékk hún ekki bara einn heldur tvo kúgfulla diska af Ceerios. Í morgun borðaði hún tvo diska af súrmjólk og fékk svo aftur að borða á leikskólanum. Á laugardaginn borðaði hún tvo diska af lambahrygg með kartöflum grænmeti og mikið að sósu. Hún er líka farin að þyngjast vel aftur. Ég er mjög stot af henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband