Hvað er að fjölmiðlum?

Eitthvað mikið held ég. Þeir tala um að þetta tal um neikvæðni sem er búin að flæða yfir okkur síðastliðna viku hafi ekki góð áhrif á börn sem ég er algerlega sammála um. En af hverju í ósköpunum er þá verið að kötta á barnaefnið í sjónvarpinu til að hafa umræðuþátt um þetta rugl. Ég er sko ekki ánægð með þetta og ég hef stekan grun um að það séu fleiri þarna úti sem eru mér sammála.

Ég sagði náttúrlega krökkunum að fara að gera eitthvað annað á meðan þetta stóð yfir en þetta var í heila tvo klukkutíma sem að þau fengu ekki að sjá barnatímann. Ekki það að mér sé svo sem slétt sama um að þau horfi ekki á sjónvarpið enda er ekki holt fyrir börn að horfa of mikið á það en samt finnst mér þetta ekki rétt.

Það er ekkert skrítið að maður sé orðin hálf þunglynd þegar það er ekki talað um neitt annað en að allt sé farið til fjandans endalaust. En ég er hætt að nenna að hlusta á þetta og reyni eins og ég get að forðast þetta. Ég er til dæmis búin að vera fyrir framan tölvuna meira og minna síðan ég dröslaðist á fætur í morgun inni á facebook og inni á börn með ónæmisgalla og svona. Bara ég reyni að gera allt til að forðast þessar neikvæðu fréttir. Ég er meira að segja búin að taka smá til þó svo að það sé frekar erfitt í þessu ástandi sem ég er í núna. En ég bara dreg fótinn á efir mér og nota góðu höndina til að gera það sem þarf að gera enda í góðri æfingu hehehe. Ég sé mig stundum fyrir mér sem hringjarann fá Nortrhe daim eða hvernig það sé nú skrifað nema að ég er kannski ekki eins ljót og ég er ekki með kryppuWhistling Maður verður nú að hafa smá húmor fyrir þessum veikindum sínum er það ekki réttWoundering

En pabbi ætlar að koma á eftir að sækja Helenu en hún suðaði og suðaði í morgun um að fá að fara til ömmu og afa og auðvitað er það látið eftir henni. Það er líka ágætt að fá smá frí frá henni á meðan ég er í þessu ástandi.

En endilega ef að þið þekkið einhvern sem er með ónæmisgalla bendið þá foreldrum á þessa síðu sem ég kom me'ð linkinn á hér ða neðan eða í fyrri færslu. Það hjálpar helling að hafa einhvern sem er í sömu stöðu til að tala við og miðla sínum hugsunum um börnin sín og um þennan sjúkdóm. Og líka að reyna að koma með allar þær upplýsingar sem hæg er að koma með um þetta inn á síðuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband