10.10.2008 | 13:31
Jahérna
Það hlaut að hafa einhver slæm áhrif á okkur. Eftir allt fréttaflóðið um peningamálin á Íslandi og út um allan heim og allar neikvæðu fréttirnar sem hafa hreinlega hrunið yfir þjóðina er ég komin í kast.
Ég er búin að vera að reyna eins og ég get að láta þetta ekki hafa slæm áhrif á mig en það hefur því miður gert það og er ég að gjalda fyrir það núna. En ég verð að reyna að vera bjartsýn og vona að ég verði ekki lengi í þessu kasti og að ég geti farið að vinna aftur fljótlega.
En ég vil fá nýja stjórn í Seðlabankann og burt með þá sem eru núna. Eitthvað rótækt verður að gerast sem allra fyrst. Þjóðin er komin á hausinn og við verðum öll að sameinast til að koma henni á lappir aftur. Það gerist ekkert nema að við stöndum saman. Ég hef kannski ekki mikið vit á þessu öllu saman en ég geri mér fulla grein fyrir því að eitthvað þarf að gera og það strax.
Bretar hafa engan rétt á því að koma svona fram við okkur eins og þeir gera. Beita hryðjuverkalögum á okkar litlu þjóð þegar við eigum svona sárt að binda. Eru Bretarnir gjörsamlega umhyggjulausir fyrir þeim sem þurfa hjálp. En við eigum eftir að sýna þeim og öllum heiminum að við getum staðið upp aftur eftir erfiðleikana sem eru búnir að hrynja yfir okkur og við björgum okkur aftur. Þetta reddast allt aftur við verðum bara að vera sterk.
ÁFRAM ÍSLAND VIÐ ERUM STERK OG VIÐ GETUM NÁÐ AÐ KLÓRA OKKUR ÚR ÞESSARI KREPPU, VIÐ HÖFUM GERT ÞAÐÁÐUR OG VIÐ GETUM ÞAÐ AFTUR.
Athugasemdir
Heyr,heyr
Erna Sif Gunnarsdóttir, 10.10.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.