Eitthvað virðist vera að birta til en hversu mikið má taka mark á því?

Ég kom fyrr heim úr vinnunni af því að ég var orðin svo kvalin af verkjum í öllum liðum að ég er bara alveg frá. Ég er búin að fá tíma hjá gigtarlækni og á ég að hitta hann 21 okt. nk.

En ekki er það að hjálpa sem er að ganga á í heiminum öllum í dag. Úffff það er bara allstaðar kreppa og bankar að loka. En svo í fréttunum áðan og í gær var verið að tala um að Rússar af öllum öðrum þjóðum ætlaði að lána okkur svo að við gætum alla vega haldið áfram okkar daglega lífi en svo fannst mér það ekkert voðalega jákvætt að heyra um að það séu bankar þar að loka líka út af slæmum fjárhag. Hvernig fara þeir þá að því að lána okkur??????

En svo ætlaði ég að setja inn niðurstöðuna úr blóðprufuðu hennar Helenu eða alla vega það sem að skiptir öllu máli.

S-járn er hjá henni 5 en viðmiðunarmörkin eru 9-34 sem sagt mjög lág.

S-ferritín er hjá henni 3 en á að vera 15-400 sem sagt allt of lág.

B- rauð blóðkorn 5,34 en á að vera 4,00-4,90

B-hemóglóbín 103 en á að vera 107-133

B-mcv 61 en á að vera 73-88

B-mch 19,3 en á að vera 24,1-29,6

B-mchc 317 en á að vera 319-352

B-rdw 16,4 en á að vera 12,5-15,0

Þetta er það sem er að hrjá litlu skottuna mína núna en hún er byrjuð að vera svo dugleg að borða að alla vega í augnablikinu er ég ekki að hafa miklar áhyggjur af henni.

Hún er farin að borða mjög vel og við vorum farin að sjá hana fyrir okkur sem bollu hehehe. Nei nei ég er ekkert að hafa neinar áhyggjur af því og ef svo verður þá pössum við hana. Það er bara virkilega gaman að sjá hana borða sérstaklega út af því að hún nýtur þess alveg og tyggur matinn alveg eins og henni sé borgað fyrir það.

En ég er farin að elda handa liðinu og svo þegar við erum búin að borða ætla ég að setjast með fæturna upp í loft og láta verkina líða úr mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Knús á skottuna

Guðrún Hauksdóttir, 8.10.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband