7.10.2008 | 18:54
Hefur einhver góðar fréttir að færa í dag!
Efnahagurinn er farin til fjandans alveg eins og ég er margoft búin að tala um við vini mína og mína nánustu. Það eru margir mánuðir síðan ég byrjaði að tala um þetta og hvað er að gerast núna, heimurinn allur er farinn til fjandans en eini munurinn á kreppunni okkar og á restinni af heiminum er að gjaldmiðillinn okkar er líka hruninn endanlega held ég. EN ég bið til Guðs að við fáum að halda krónunni okkar áfram og að hún nái að jafna sig aftur.Svo núna er bara að lifa á loftinu og naglasúpu þangað til þetta jafnar sig a.m.k. eitthvað smá.
Ég kann sem betur fer að búa til mjög góða naglasúpu og ég skal vera voða góð við ykkur kæru lesendur og gefa ykkur eins uppskrift af einni af mínum góðu naglasúpum og hér kemur hún;
Aðal hráefnið er vatni og mikið af því,
Laukur ( hann er sem betur fer ekkert svo dýr,
gullrætur ( svolítið dýrar reyndar en ekki nauðsyn )
Kartöflur ( til á nánast öllum heimilum )
Frosið grænmeti ( ef til, má sleppa )
hvaða súpu/ sósutening sem er
salt og pipar
Meðlæti í stað makkaróna er Hveitibollur
1 egg
Hveiti
salt og eða smá pipar
Egg og hveiti hrært saman frekar þunnt og bragðbætt með smá salti og pipar
Þynnt út með smá vatni ef þarf.
Búnar eru til bollur með teskeið og soðið í vatni í 5-10 mín.
Verði ykkur að góðu dúllurnar mínar og vonandi verðið þið södd á lestrinum til að hafa þetta sem ódýrast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.