4.10.2008 | 08:28
Jæja á maður að koma með eitthvað annað en krepputal!
Þó það sé erfitt að tala ekki um það sem búið er að ganga á hér á klakanum þá vil ég helst reyna að sleppa því að tala um það, þetta er of erfitt mál fyrir mig að tala um hér ekki bara fyrir mig heldur alla þjóðina.
ENNNNNN ég ætla að tala um annað og mun skemmtilegra mál Já strákarnir eru báðir að fara að keppa í motocross í dag og verður þetta bikarmót sem haldið er í Bolöldu. Helena fær að vera hjá ömmu og afa á meðan í miklu yfirlæti.
Andri er ekkert smá spenntur en hann verðu með í æfingakeppni þar sem að hann er ekki með aldur til að fara að keppa strax. Hann er alveg að tapa sér fyrir spenningi og er nú þegar vaknaður hahaha. Alexander er ekki eins spenntur og vill bara sofa enda er hann kominn á gelgjuna en hann fær að sofa til 10 þannig að hljóðið í honum mun lagast um leið og hann byrjar að hjóla. Ég er að hugsa um að fara á mínum bíl af því að ég er að spá í að fara í Rúmfatalagerinn í dag að versla sokkabuxur á hana Helenu enda orðið ógeðslega kalt og húfu líka þar sem að þó svo að hún þjáist af járnskorti þá er hún að stækka og allar húfur orðnar allt of litlar og sama má segja um vettlinga. Strákana vantar líka vettlinga en húfur skortir þá ekki
En ég er að spá í að fara og fá mér eitthvað að borða og að gefa krökkunum líka svo að ég kveð í bili og skrifa um árangur strákanna um leið og ég nenni að setjast fyrir framan tölvuna aftur.
Athugasemdir
Sjáumst á eftir skvís, mínir kallar eru báðir að fara að keppa, Guðni í "heldri" manna flokki, hehe.
Bryndís, 4.10.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.