2.10.2008 | 17:27
Úff hvað maður verður þreyttur.
Nú skil ég betur af hverju fólk kvartar yfir þreytu eftir vinnu. Ég er alveg dauð þegar ég kem heim ég er svo þreytt. Ég nenni engu og ég nenni varla að fara í tölvuna. En ég ætla að láta mig hafa það í dag að skrifa smá fréttir af mér. Eins og ég var búin að segja hér í fyrri færslum er ég farin að vinna smá hjá honum Balla mínum. Ég er að pússa, grunna og aðstoða við að mála líka. Ég er í innréttingunum en ekki bílunum enda er það allt of erfitt fyrir mig. Það skemmtilegasta er að fá að grunna. Það þarf smá lægni við það en stundum skortir mig hana og stundum kemur hún og þá gengur þetta glimrandi vel. Það er bara verst þegar ég er að pússa að þó svo að ég sé með grímu þá fylltist nefið samt af ryki og slímhúðin þornar bara upp og þá svíður mér í nebbann minn. En það lagast um leið og ég snýti mér
Helena er farin að verða aðeins duglegri að borða. Hún borðar alla vega eitthvað smá í hvert skipti sem er betra en hún gerði áður. Ég held að hún hafi fattað um hvað hann Ásgeir var að tala og orðið pínu hrædd af því að um leið og við komum heim af spítalanum byrjaði hún að biðja um eitthvað að borða hahaha.
En vá hvað ég er þreytt svo að meira hef ég þetta ekki. Hafið það gott í kvöld af því að ég ætla að gera það.
Athugasemdir
HEhe það er alveg ótrúlegt hvað þessi börn geta skílið
Farðu bara vel með þig ekki ofkeyra þig :)
Erna Sif Gunnarsdóttir, 2.10.2008 kl. 21:56
Farðu vel með þig sæta mín
Guðrún Hauksdóttir, 3.10.2008 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.