1.10.2008 | 00:15
Vonadi fer þetta nú að snúast við
Eftir sorgarfréttirnar sem voru um leið þær bestu sem að við gátum fengið. En um kvöldið eldaði ég handa okkur og þá aðallega handa litlu englaskottunni okkar lifur sem að hún vildi svo alls ekki ( af vel skiljanlegum ástæðum ) en hún borðaði samt mjög vel. Hún borðaði 5 kartöflur stappaðar í sósu sem að ég gerðu úr lifrasoðinu. Og svo var hún aftur svona dugleg í kvöld en þá hafði ég gert grænmetissúpu úr brokkoli, lauk, gullrótum, kartöflum og allskonar grænu grænmeti og sú gat borðað af því. Ég stappaði kartöflurnar, grænmetið og súpuna saman og henni þótti það ekkert smá gott. Hún sem sagt fékk samá járn í þessari blöndu sem er mjög gott.
Helena fór líka á leikskólann í dag í fyrsta skiptið í 1 og 1/2 viku en ég var búin að tala við þær um þennan járnskort hennar og ég hringdi í gær til að staðfesta það. Hún fær sem sagt engar mjólkurafurðir þar lengur heldur á að reyna að fá hana til að borða meira járnríkt fæði. Leikskólinn hefur alla tíð verið okkur mjög góð aðstoð með hana og reynst okkur mjög vel. Ég er mjög þakklát fyrir það og það kann ég vel að meta.
En ég er loksins byrjuð að vinna aftur og gekk dagurinn í dag mjög vel. Ég var reyndar frekar þreytt enda illa sofin en það lagaðist með deginum og undir lokin þá þurfti Baldur að minna mig á hvað klukkan sló og rek á eftir mér, það er yfirleitt öfugt. En ástæðan fyrir því að það var svona gaman hjá mér er sú að ég fékk að grunna í fyrsta skiptið og gekk það svona rosalega vel. Fyrstu 3 plöturnar voru ekkert voðalega góðar en svo fór þetta allt að ganga mjög vel hjá mér og núna á ég von á því að mega grunna meira á morgun. Innréttingin sem að ég er að grunna er innréttingin okkar sem á að fara inn í þvottahús og þegar búið er að mála hana verður hún loksins sett upp. Ég get ekki beðið eftir því.
En ég er að spá í að fara að koma mér í bólið svo að ég segi bara góða nótt elskurnar mínar.
Athugasemdir
Mikið eru þið mæðgur duglegar,,,,gangi ykkur vel krúslur :)
Knús og kram
Guðrún Hauksdóttir, 1.10.2008 kl. 10:44
Þið eruð duglegar
Knúsi,knús
Erna Sif Gunnarsdóttir, 1.10.2008 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.