Bara 16 klst í viðtalið við Ásgeir

Stressið er að fara alveg með mig og ég hef ekki hugmynd af hverju. Ég veit alveg að hún er mjög lág í járni og erum við að reyna allt til að laga það en hvernig hún kemur út í hinu veit ég ekki. Ég er að reyna að vera jákvæð en það er bara erfitt þegar hún er búin að rjúka upp í hita og svo hitalaus í 1-2 daga og ríkur upp aftur. Núna er hún reyndar nokkuð fín núna og er hún alveg hitalaus en hún var með smá hita í gær þegar hún var hjá ömmu sinni og afa. En ég ætla bara að ákveða það núna að þetta verði ekkert mál og að allt komi flott út.

Við fórum í afmæli í gærkvöldi og var það bara mjög gaman. Veislan var hin flottasta og fékk afmælisbarnið helling af pökkum. Ég er bara farin að hlakka til að verða 6tug hahaha. Ég ætla mér að reyna að eignast fullt af vinum þangað til svo að ég fái svona marga pakkaWink Nei bara grín en þetta var mjög skemmtilegt afmæli ég er ekki að grínast með það.

En ég ætla að hætta að bulla núna og halda áfram að elda þennan rosalega góða mat sem að ég er að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Jæja þið eruð þá liklegast inni hjá Ásgeiri núna hehe,,,

gangi ykkur súper vel í dag skvisur

Kossar og knús

Erna Sif Gunnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:30

2 Smámynd: Þórunn Eva

hlakka til að heyra fréttir í dag.... :) við áttum að mæta í dag kl hálf tíu en okkur var flítt um viku...

knús og koss og vonandi fáum við góðar fréttir...

Þórunn Eva , 29.9.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband