26.9.2008 | 10:22
:o( :'o(
Loksins þegar maður heldur að maður sé að sleppa við veikindin hjá Helenu þá ríkur hún upp í 40 stiga hita aftur Ekki nóg með að hún sé lasin þér Andri líka orðinn lasinn og Baldur er að kafna úr kvefi og er drullu slappur en samt fór hann í vinnuna enda alveg nóg að gera.
Helena er með eyrnabólgu en okkur hefur ekkert gengið að gefa henni sýklalyfin. Hún vaknaði í nótt með sára verki í eyranu svo að hún grét og grét greyið og svo pissaði hún örlítið undir líka og ekki hjálpaði það neitt. Hún fer alveg í kerfi þegar slysin gerast. Æji þetta er svo erfitt fyrir hana. En hún getur alveg komið með ákveðinna við mann á daginn þrátt fyrir veikindin en ég reyni eins og ég get að láta ekki eftir henni. En núna var ég að leifa henni að horfa á Latabæ frammi í stofu og vakti það mikla lukku hjá henni. Andri er að setja myndina í fyrir hana enda svo góður stóri bróðir
En ég er að fara að leika mér aðeins á face book svo að ég læt þetta ekki vera lengra í dag.
Athugasemdir
Farið vel me ykkur um helgina og vonandi náið þið þessu úr ykkur sem fyrst
kossar og knúss
Erna Sif Gunnarsdóttir, 26.9.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.