Ég er komin inn á face book

http://www.new.facebook.com/home.php?ref=home Þetta er ekkert smá gaman. Ég er búin að finna fullt af fólki sem að ég þekki. Ég fann meira að segja æskuvinkonu mína sem ég hef ekki séð í 15-20 ár. Ég er enn að leita að fólki sem að ég þekki en ég þekki bara svo marga að ég verð í margar vikur að finna alla.

En af Helenu er það að frétta að hún er orðin hitalaus en er enn með mjög ljótan hósta. Hún var bókstaflega að kafna í nótt en hún svaf inni í sínu herbergi samt og svaf þar í alla nótt voða dugleg.  En ég ætlaði að fara í bæjarstúss í dag en ég verð að bíða með það þangað til kl. 4 af því að bensínið er orðið svo ógeðslega dýrt að ég tími ekki að fara tvisvar í bæinn. Ég á að fara nefnilega með strákana til Baldurs í dag af því að þeir eru að fara að hjóla. Það á eftir að gleðja þá þvílíkt, þeir eru búnir að vera að suða  og suða í pabba sínum að fara með þá síðan við komum heim frá Orlando.

Ég er agaleg, ég er búin að gleyma að sprauta mig í heila 3 daga. Ég fattaði þetta seint í nótt. Ég verð þá bara að sprauta mig snemma í dag svo að ég gleymi því ekki í fjórða skipið. Ég hef ekki hugmynd um hvort að þetta hafi einhver slæm áhrif eða ekki, ég á samt ekki von á að svo sé. Ég vona bara ekki. Það er eins gott að ég fái ekki sykursýki, ég myndi svo gleyma mér og hvað þá. Ég held að afleiðingarnar séu mun veri heldur en að gleyma að sprauta sig með Copaxon. En skaðinn er skeður og ekkert við því að gera.

Ég er farin að hlakka til að komast í vinnu aftur. Ég vona að Helena verði það góð á þriðjudaginn að hún geti farið á leikskólann. Ég er að fara með hana á mánudaginn að hitta hann Ásgeir og ég get ekki neitað því að ég er alveg að farast úr stressi fyrir þeirri heimsókn. Ég er svo hrædd um að fá ekki góðar fréttir að ég er alveg að fara yfirum. Ég er búin að vera að reyna að fá Baldur með mér og ætlar hann að reyna það en ef að það verður allt crazy í vinnunni þá veit ég ekki hvernig það fer. Helena lítur nefnilega mjög illa út núna. Hún er náföl og eldrauð undir augunum. Ekki alveg útlitið sem að maður vill að barnið sitt hafi en þetta verður vonandi lagað sem fyrst. Ég get alla vega huggað mig á því að þetta er hægt að laga.

En ég er núna að fara að gera eitthað af viti annað en að hanga í tölvunni. Ég er að hlaða inn myndbandi inn á Face book og það tekur svo langann tíma svo að ég get ekkert gert þar núna hvorteðer. See you later alligator.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Gott að heyra að Helena er að hressast :) Ekki láta þér kvíða fyrir mánudeginum krúslan mín, það verður gott fyrir ykkur að fá einhver svör.

 Vonum bara að niðurstaðan verði jákvæð því þá hrópum við þrefalt húrra fyrir Helenu hetju :)

Skamm skamm  þú mátt ekki gleyma sjálfri þér,farðu vel með þig sæta.        

Knús og kram

Ps. gott að fá þig á feisbúkkið :)

Guðrún Hauksdóttir, 25.9.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband