24.9.2008 | 10:08
Enn lasin en er öll að koma til
Eftir læknis heimsóknina á mánudaginn byrjaði Helena að slappast meira og meira. Um kvöldið ákvað ég að mæla hana aftur og í ljós kom að hún var komin með 40 stiga hita. Við létum hana sofa á milli okkar um nóttina og það var eins og að vera með hitapoka í rúminu. Þegar við vöknuðum um morguninn mældi ég hana aftur og þá var hún komin niður í 38 stiga hita. Í gærkvöldi mældist hún hitalaus. Ég skil þetta ekki, hvernig er hæg að vera með 40 stiga hita svo nokkrum klst síðar hitalaus. En alla vega þá er þetta bara hið besta mál. Ef að hún ríkur ekkert upp í hita í dag þá myndi ég fara með hana á leikskólann á morgun en ég verðbara að fresta því þar sem að hann verður lokaður á morgun og hinn vegna starfsdags.
Ég fer þá bara að vinna á mánudaginn í staðinn. Við erum að fara í afmæli á laugardaginn og á ég eftir að kaupa afmælisgjöfina sem ég geri líklegast á morgun eða hinn. Já það er nóg að gera hjá mér á næstunni. Ég verð bara að reyna að fara varlega svo að ég fái nú ekki enn eitt kastið á árinu. Tvö eru mikið meira en nóg finnst mér á einu ári.
En þetta verður í styttra lagi hjá mér í dag af því að ég ætla að reyna að vera dugleg að halda húsinu fínu áður en Baldur kemur heim þreyttur úr vinnunni. Bless í bili og farið varlega í umferðinni og njótið sólarinnar á meðan hún lætur sjá sig.
Athugasemdir
Já, það er alveg með ólíkindum hvað þessar bjútíbombur geta rokkað í hita. Farðu vel með þig sæta mín svo þú fáir ekki enn eitt erfiða kastið.
Knúsíknús
Guðrún Hauksdóttir, 24.9.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.