Lækanferðin í dag :(

Andri stóð sig mjög vel en það þurfti ekki að frysta sem betur fer heldur var hún skorin af. Núna er stór hola í tánni á honum áááiiiii en hann var rosalega duglegur og fékk hann stórann poka af hlaupi í verðlaun. En ég bað lækninn um að kíkja í eyrun á Helenu sem að hann gerði og í ljós kom að þrátt fyrir rör í báðum eyrum þá er hún með bólgu á hljóðhimnunni v/megin og það grefur í henni. Hitinn er orðinn 38 aftur og vonandi fer hann ekki hækkandi þó so að það mun ekkert koma mér á óvart þar sem að hún er komin með eyrnabólgu. Ég á að reyna að gefa henni sýklalyfið sem að ég á hérna heima og vonandi tekst það en ef ekki þá þarf ég að fara með hana upp á spítala til að fá það í vöðva.

Hún sofnaði í bílnum á leiðinni heim og ég er að vona að hún nái að sofa í góðan tíma af því að ég ætla að reyna að taka aðeins til hérna á meðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

ÆÆ ekki gott að heyra með eyrnabólguna vonandi laga sýkló það.

Duglegur stráksi hjá lækninum get alveg túað þvi að þetta sé ekki gott.

Kossar og love

Erna Sif Gunnarsdóttir, 22.9.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Æji elsku litla dúllubínan, vonandi að þér takist að gefa henni lyfið heima svo hún þurfi ekki að fá í vöðva, litli kútur fékk einmitt  tvisvar í vöðva fyrir 2 vikum, mér finnst það svo ónotarlegt að sjá þegar verið er að stinga þau á bólakaf í sitthvort lærið áááiiii. En vonum það besta.

Auðvitað stóð Andri sig vel hjá doksa enda dugnaðarforkur þar á ferð.

Njótið dagsins, knúsíknús

Guðrún Hauksdóttir, 23.9.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Á ekkert að skella inn Orlando myndum?

Guðrún Hauksdóttir, 23.9.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Þú finnur þá inni á linknum hér til hliðar sem heitir krakkarnir og líka inni á http://www.flickr.com/photos/24339278@N05/

Hulda Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.