Smá féttir eftir rólega en góða helgi

Þrátt fyrir veikindi hjá Helenu þá eru helgin búin að vera alveg ágæt. Ég asnaðist í Kringluna á laugardaginn með Helenu með mér sem ég hefði kannski ekki átt að gera en skaðinn er skeður. Hún rauk upp í 39,5 seinni partinn enda sofnaði hún á mjög skykkalegum tíma það kvöldið. Ég og Baldur fórum í smá fjórhjólarúnt þar sem að við enduðum heima hjá Guffu og Stebba. Þar stoppuðum við í um kls. en drifum okkar svo heim þar sem að Helena var orðin svo lasin. Ég var komin upp í rúm með henni um kl. 22:30 og var sofnuð um klst seinna. Nóttin var frekar erfið enda hóstaði Helena þessi heilu ósköp og vorum við því öll frekar þreytt í gær og gerðum við ekki neitt. Helena var svo til hitalaus í allan gærdag fyrir utan einhverjar kommur fyrri partinn. Mamma og pabbi kíktu á okkur með smá bakkelsi eins og ég var búin að tala um í fyrri færslu. þegar við vorum búin að borða kvöldmat sem að fröken Helena borðaði nánast ekkert af frekar en vanalega settumst við fyrir framan imbann og horfðum saman á Dagvaktina sem var mjög fyndin og skemmtileg enda áttum við ekki von á öðru þegar svona frábærir leikarar eins og Jón Gnarr og Pétur eru annars vegar. Ég get ekki beðið eftir næsta þætti. En í dag er Helena nokkuð hress fyrir utan smá kvart í maganum og eyrunum og þá sérstaklega því vinstra. Kannski að ég fái lækninn kíkja á það á eftir líka.

Dagurinn í dag hefði mátt vera bara heima með Helenu en ég þarf að fara með Andra í vörtutöku víst að við misstum af síðasta tíma. Ég er að spá í að fá lækninn til að hlusta Helenu í leiðinni bara svona til að fá að vita hvort að hún sé að skána eitthvað eða hvort að hún sé komin með lungnabólgu eina ferðina enn en ég efast samt um það.

Svo á morgun á Alexander að mæta til augnlæknis til að ath hvort að sjóninni hafi eitthvað farið aftur eða fram. Hann er með einhvern augnsjúkdóm sem veldur flökti á augunum í honum þannig að annað hvort verður það lagað með gleraugum eða vonandi lagast þetta að sjálfu sér. Vonandi hans vegna þarf hann ekki gleraugu af því að krakkar í dag eru grimmir og eru mjög duglegir að stríða og þá er sonur minn ekkert saklaus af því. En við sjáum hvað læknirinn segir um augun í honum á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Æji litla sæta músin,vona að þetta verði ekki neitt hjá henni í þetta skiptið....já dagvaktin var bara snilld og bíð ég einnig spennt eftir næsta þætti.

Gangi ykkur vel hjá lækninum í dag :)

Knús knús

Guðrún Hauksdóttir, 22.9.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband