21.9.2008 | 17:22
Ekki gaman að vera lítil og lasin:(
Helena er reyndar ekkert búin að vera eitthvað voðalega óhress í dag en í gærkvöldi mældist hitinn í henni 39,5 stig og eitthvað í kringum 39 stigin í dag. Það sést langar leiðir að hún sé lasin af því að hún er náföl og eldrauð undir augunum.
Það er svo erfitt að geta ekki tekið allt þetta veikinda vesen frá henni svo að hún verði frísk aftur. En við stjórnum þessu ekki en við getum reynt að hjálpa henni aðeins. T.d núna er hún að perla en það þykir henni voða gaman að gera. Svo komu amma hennar og afi til okkar í dag með bakkelsi með sér okkur til mikillar gleði en þó svo að Helena hafi ekki borðað mikið á meðan þau voru hjá okkur þá borðaði hún heila 3 diska af súrmjólk eftir að þau fóru en þó svo að um mjólkurvöru væri að ræða þá held ég að þetta skaði hana ekki neitt. Það er bara verst að það þýðir ekkert fyrir mig að blanda járnmixtúrunni saman við súrmjólkina af því að mjólk og járn vinna ekki vel saman eða öllu heldur vinna ekki saman.
En ég ætlaði mér bara að koma með smá fréttir af litlu englastelpunni minni. Ég er núna að fara að elda lambahrygg handa famelýunni minni.
Athugasemdir
Vonandi nær hún sér sem fyrst.
Kossar og knús á ykkur duglegu mæðgur
Erna Sif Gunnarsdóttir, 22.9.2008 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.