20.9.2008 | 14:41
Ég beið eftir þessu!
Í dag var hringt í mig frá Lansanum og tímanum hennar Helenu flýtt um 2 vikur. Sem sagt þá á hún að mæta núna 29 sept. sem er eftir rúma viku. Ég er drullufegin en samt pínu stressuð af því að núna held ég að ég fái neikvæðar fréttir. Hmmm ég má ekki hugsa svona en þessi hugsun stelst bara til að koma upp í hausinn á manni þegar maður fær svona símhringingu og það á laugadegi.
En ég fór bara með Baldri og Helenu í bæinn í dag en Baldur þurfti aðeins að vinna. Á meðan hann vann þá fórum við Helena í Kringluna þar sem að ég verslaði mér rosalega góða og flotta ryksugu fyrir gjafakortið sem að við fengum í brúðargjöf. Svo verslaði ég rakspíra handa Balla og Latabæ handa Helenu og Andra og Blush handa mér að sjálfsögðu.Ég hitti hana Beggu gamla vinkonu mína frá því að ég bjó í Fífuselinu og spjölluðum við aðeins saman enda var ekki annað hægt eftir að hafa ekki hirst í heil 5 ár. Hún var með yngsta guttann sinn og var gaman að sjá hvað hann er orðinn stór og flottur 5 ára gamall snáði. Ég hefði bara viljað hafa meiri tíma til að spjalla við hana en hún var á hraðferð og ég líka. Svona er þetta bara og við verðum bara að sætta okkur við það.
En ég ætla núna að fara að ryksuga með nýju flottu ryksugunni minni svo að ég kveð í bili og ég kem örugglega meðmeira blaður fljótlega.
Athugasemdir
Gangi ykkur vel 29.Sept,hugsa jákvætt
Við förum 23 Ókt biðum spennt
Kossar og knús
Erna Sif Gunnarsdóttir, 20.9.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.