Orðin lasin

Helena er heima í dag vegna þess að hún er orðin mjög kvefuð og með mjög ljótan hósta. Hún er frekar slöpp og pirruð og hann er mjög stuttur á henni þráðurinn og ekkert má út af bregða án þess að hún fari að háskæla. Andri fer á eftir í vörtutöku 2 og vonandi þá síðustu og ætla ég að fá lækninn til að hlusta Helenu í leiðinni. Ég á pensilinn óhrist til að gefa henni ef ég þarf svo að ég er ekki að hafa neinar áhyggjur af henni þannig lagað séð. Svo á hún að hitta hann Ásgeir eftir 3 vikur og 3 daga.

Alexander kemur heim í dag þannig að friðurinn er úti en ég vona að hann verði góður við Andra og Andri við hann þannig að það verði  engin öskur og læti. Ég tók mér frí í dag svo að ég gæti verið með Helenu heima og líka af því að Andri á að fara til læknis og að Alexander kemur heim í dag. Ég fer að versla þegar Andri er búinn og svo sæki ég Baldur og svo heim að taka allt til af því að á morgun erum við að fara að halda smá afmælisveislu fyrir hana Evu vinkonu okkar. Það eru smá líkur á að mamma og pabbi taki Helenu og verði með hana annað kvöld og aðra nótt svo að hún fái nú smá frið og nái þessari pest úr sér. Ég vona bara að þessi pest verði fljót að fara úr henni og að hún nái sér sem allra fyrst. En ég verð að segja það að hún er ekki með neinn hita alla vega ekki enn sem komið er svo að það er gott merki um að þetta sé bara eitthvað voða vægt og að þetta verði farið á morgun þess vegna.

En svo með slysið sem að ég kom að í gær þá heyrði ég í stráknum sem slasaðist og fékk hann að fara heim eftir skoðun og allt er í lagi nema smá skurður á enninu á honum sem var saumaður saman. Þetta var mjög mikill léttir og er hann mjög heppinn að ekki fór ver miða við að bíllinn hans er gjör ónýtur.

En ég er farin að gera eitthvað svo að við séum ekki að sprengja okkur í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.